Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en boðið var upp á þrjá heimasigra að þessu sinni.
Burnley svaraði fyrir sig eftir 3-0 tap gegn Tottenham í fyrstu umferð og vann Sunderland 2-0 heima.
Sunderland byrjaði vel og vann West Ham 3-0 í fyrstu umferð en tapaði sínum fyrsta leik þetta árið í dag.
Bournemouth vann þá lið Wolves 1-0 þar sem Marcus Tavernier gerði eina markið á fjórðu mínútu.
Brentford kom mörgum á óvart á sama tíma í leik gegn Aston Villa og hafði betur með einu marki gegn engu.