Phil Giles, yfirmaður knattspyrnumála hjá Brentford, segir að það sé alls ekki ómögulegt að Bryan Mbeumo spili með félaginu í vetur.
Mbeumo er mikið orðaður við Manchester United þessa stundina en hann hefur verið frábær fyrir Brentford undanfarin ár.
Brentford er opið fyrir því að selja Mbeumo ef hann vill komast annað en þarf hins vegar að fá rétta upphæð fyrir leikmanninn í sumar.
,,Hann átti stórkostlegt tímabil og við bjuggumst við miklum áhuga í sumar. Hann er með sínar hugmyndir um hvert hann vill taka sinn feril,“ sagði Giles.
,,Það er ekki ómögulegt að hann verði leikmaður Brentford á næsta tímabili ef við náum samkomulagi um áframhald.“
,,Ef tilboðið er ekki nógu gott þá af hverju ættum við að selja? Hann er vissulega einn af okkar bestu leikmönnum.“