Framtíð Bruno Fernandes fyrirliða Manchester United er í lausu lofti en félagið vill þó ekki missa sinn besta mann.
Bruno hefur verið orðaður við lið í Sádí Arabíu og eftir tap liðsins í Evrópudeildinni í gær geti eitthvað gerst.
United mun ekki spila neinn Evrópufótbolta á næsta ári sem gerir félaginu erfiðara að sækja sér leikmenn.
„Stundum er lífið ósanngjarnt, þú átt meira skilið,“ skrifar umboðsmaður Bruno í færslu á Instagram.
„Þú ert magnaður atvinumaður, vertu sterkur.“