

Breiðablik náði í frábært stig gegn Samsunspor frá Tyrklandi í Sambandsdeildinni í kvöld, frammistaða liðsins var mjög öflug.
Samsunspor er öflugt lið í úrvalsdeildinni í Tyrklandi en Logi Tómasson var í byrjunarliði liðsins í kvöld.
Davíð Ingvarsson kom Blikum yfir snemma leiks eftir frábæran undirbúning frá Ágústi Orra Þorsteinssyni. Ágúst var frábær í leiknum og var besti maður vallarins.
Tyrkirnir voru öflugir eftir það og jöfnuðu áður en fyrri hálfleikurinn var á enda. Þeir tóku svo forystuna þegar lítið var búið af þeim síðar.
Blikar gáfust ekki upp og áttu nokkrar öflugar skyndisóknir, ein þeirra skilaði marki þegar varamaðurinn, Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði fyrir Blika.
2-2 jafntefli staðreynd og annað jafntefli Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar staðreynd.