fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdimar Arnar Guðjónsson, 13 ára íslenskur piltur sem búsettur er í Noregi, hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Fredrikstad FK.

Fredrikstad er eitt sigursælasta félag Noregs en það hefur níu sinnum orðið norskur meistari.

Valdimar er efnilegur sóknarmaður sem er fæddur árið 2012, en honum var boðið að spila með unglingaliðið Fredrikstad í sumar þar sem hann fór á kostum.

Endaði hann sem markahæsti leikmaður 13-ára liðsins með 34 mörk í 38 leikjum og 14 stoðsendingar þar að auki.

Hann hefur verið búsettur lengi í Noregi með fjölskyldu sinni en eldri bróðir hans, Hafliði Ísak Guðjónsson, sem er fæddur árið 2008, samdi við Fredrikstad í janúar og spilar með varaliði félagsins.

Faðir Valdimars, Guðjón Ingi Hafliðason, segir í samtali við 433.is að Valdimar ætli sér alla leið í fótboltanum en hann er bæði með íslenskan og norskan ríkisborgararétt. Getur hann því valið að spila fyrir bæði landsliðin en Guðjón segir að draumur hans sé að spila fyrir Ísland.

22ceabe0-be1a-4422-ba01-2b41bc95d8f8.mp4
play-sharp-fill

22ceabe0-be1a-4422-ba01-2b41bc95d8f8.mp4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kane tjáir sig um orðrómana

Kane tjáir sig um orðrómana
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Í gær

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Í gær

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári
433Sport
Í gær

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
Hide picture