fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 22:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö leikjum var að ljúka í Meistaradeild Evrópu. Um leiki í 5. umferð deildarkeppninnar var að ræða.

Stærsti leikur kvöldsins var á Stamford Bridge þar sem Chelsea tók á móti Barcelona. Enska liðið var mun sterkara og komst yfir með sjálfsmarki Jules Kounde.

Estevao og Liam Delap bættu við mörkum í seinni hálfleik og sanngjarn 3-0 sigur Chelsea staðreynd. Liðið er með 10 stig í fjórða sæti en Börsungar eru í fimmtánda sæti með 7 stig.

Manchester City tapaði óvænt fyrir Bayer Leverkusen á heimavelli. Alejandro og Patrick Schick tryggðu 0-2 sigur þýska liðsins. City er áfram í fínni stöðu í sjötta sæti með 10 stig.

Marseille vann 2-1 sigur á Newcastle og Juventus vann dramatískan 2-3 sigur á Bodo/Glimt í Noregi, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Úrslit kvöldsins
Bodo/Glimt 2-3 Juventus
Dortmund 4-0 Villarreal
Chelsea 3-0 Barcelona
Manchester City 0-2 Leverkusen
Marseille 2-1 Newcastle
Slavia Prag 0-0 Athletic Bilbao
Napoli 2-0 Qarabag

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Hareide með krabbamein í heila

Hareide með krabbamein í heila