
Sjö leikjum var að ljúka í Meistaradeild Evrópu. Um leiki í 5. umferð deildarkeppninnar var að ræða.
Stærsti leikur kvöldsins var á Stamford Bridge þar sem Chelsea tók á móti Barcelona. Enska liðið var mun sterkara og komst yfir með sjálfsmarki Jules Kounde.
Estevao og Liam Delap bættu við mörkum í seinni hálfleik og sanngjarn 3-0 sigur Chelsea staðreynd. Liðið er með 10 stig í fjórða sæti en Börsungar eru í fimmtánda sæti með 7 stig.
Manchester City tapaði óvænt fyrir Bayer Leverkusen á heimavelli. Alejandro og Patrick Schick tryggðu 0-2 sigur þýska liðsins. City er áfram í fínni stöðu í sjötta sæti með 10 stig.
Marseille vann 2-1 sigur á Newcastle og Juventus vann dramatískan 2-3 sigur á Bodo/Glimt í Noregi, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.
Úrslit kvöldsins
Bodo/Glimt 2-3 Juventus
Dortmund 4-0 Villarreal
Chelsea 3-0 Barcelona
Manchester City 0-2 Leverkusen
Marseille 2-1 Newcastle
Slavia Prag 0-0 Athletic Bilbao
Napoli 2-0 Qarabag