fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Fyrrverandi leikmaður Everton dæmdur í lífstíðarfangelsi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 23. febrúar 2024 10:24

Li Tie í baráttu við Gareth Barry í leik Everton og Aston Villa árið 2002. Á myndinni sjást einnig Tony Hibbert og Thomas Gravesen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Everton hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í heimalandi sínu. Leikmaðurinn sem um ræðir lék 40 leiki fyrir Everton á árunum 2002 til 2006.

Li Tie heitir kappinn og er fyrrverandi landsliðsmaður Kína og fyrrverandi landsliðsþjálfari.

Hann lék 33 leiki fyrir Everton tímabilið 2002 til 2003 og sjö leiki tímabilið þar á eftir fyrir félagið. Þá lék hann 92 landsleiki fyrir Kína og skoraði í þeim sex mörk.

Ferill Li í ensku úrvalsdeildinni var ekki langur en hann varð fyrir slæmum meiðslum í landsleik með Kína árið 2004 þar sem hann fótbrotnaði. Hann var seldur til Sheffield United áður en hann hélt heim til Kína.

The Sun greinir frá því – og vísar í kínverska fjölmiðla – að Li hafi verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mútugreiðslur og hagræðingu úrslita.

Tengjast mútugreiðslurnar starfi hans sem landsliðsþjálfari Kína á árunum 2019 til 2021.

Li er sagður hafa borgað sem nemur um 50 milljónum króna til að taka við kínverska landsliðinu í fótbolta.

Þá er hann sagður hafa komið að hagræðingu úrslita þegar hann stýrði liðunum Hebei China Fortuna og Wuhan Zall. Li lagði skóna á hilluna árið 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish
433Sport
Í gær

Athyglisverð mynd kemur fram í sviðsljósið – Átti Manchester United að detta úr leik í gær?

Athyglisverð mynd kemur fram í sviðsljósið – Átti Manchester United að detta úr leik í gær?