fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Tottenham að gera sín fyrstu kaup í glugganum

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 30. janúar 2022 10:26

Dejan Kulusevski. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur er í þann mund að ljúka við sín fyrstu kaup í janúarglugganum í ár.

Svíinn Dejan Kulusevski er á leið til Lundúna frá Juventus og mun skrifa undir samning við Spurs í dag. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano á Twitter síðu sinni.

Kulusevski er 21 árs gamall hægri vængmaður. Hann fæddist í Svíþjóð en hefur leikið á Ítalíu frá 16 ára aldri og gekk til liðs við Juventus árið 2020 frá Parma, en þar á undan lék hann með Atlanta.

Tottenham hefur verið gagnrýnt af eigin stuðningsmönnum fyrir að vera ekki nógu virkt á félagsskiptamarkaðnum en þetta eru yrðu fyrstu kaup liðsins í ár.

Fyrr í glugganum reyndi félagið að fá Adama Traore frá Úlfunum en hann samdi við uppeldisfélag sitt Barcelona í staðinn. Þá reyndi Lundúnarliðið við Luis Diaz, leikmann Porto, en Kólumbíumaðurinn er á leiðinni til Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neitar að framlengja í Sádi og gæti verið á förum í sumar

Neitar að framlengja í Sádi og gæti verið á förum í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Dýrmætur sigur Tottenham

England: Dýrmætur sigur Tottenham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“