fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Brunaútsala í Barcelona – 18 til sölu á útsöluverði

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í algjöra brunaútsölu hjá Barcelona í sumar en í heildina er félagið tilbúið að selja 18 leikmenn sem eru í aðaliðshópi félagsins.

Philippe Coutinho er efstur á blaði en Börsungar vilja losna við manninn sem þeir borguðu 142 milljónir punda fyrir. Kaupverðið yrði ekki meira en 40 milljónir punda í dag.

Barcelona skuldar tæpar 900 milljónir punda og þarf að reyna að greiða þær skuldir niður. Antoine Griezmann er einnig til sölu ef rétt tilboð kemur, fyrir hann er hægt að fá gott verð.

Miralem Pjanic sem kostaði Börsunga 60 milljónir punda fyrir ári síðan er til sölu, það er talið öruggt að hann fari í sumar.

Samuel Umtiti er á sölulista en óvíst er hvort eitthvað félagið kaupi hann, varnarmaðurinn hefur mikið verið meiddur. Junior Firpo, Martin Braithwaite og Matheus Fernandes eru allir til sölu sem og markvörðurinn Neto.

Jordi Alba, Sergi Roberto og Clement Lenglet eru ekki lykilmenn í bókum Börsunga og geta farið fyrir rétta upphæð.

Sömu sögu má segja um Ousmane Dembele, Sergino Dest, Gerard Pique, Riqui Puig, Francisco Trincao og Emerson Royal sem allir gætu farið fyrir rétta upphæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“
433Sport
Í gær

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Í gær

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Í gær

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni