Þrjú efstu liðin í Lengjudeild kvenna unnu sigra í kvöld. FH er með naumt forskot á toppnum eftir 15 umferðir.
Afturelding sótti Augnablik heim í Kópavoginn og fór með 3-0 sigur af hólmi. Taylor Lynne Bennett skoraði öll mörk Aftureldingu í leiknum.
Afturelding er í 2. sæti með 34 stig eftir 15 leiki, einu stigi frá FH í toppsætinu. Augnablik er á botninum með 8 stig eftir 14 leiki.
KR vann 6-0 stórsigur á Víking R. í Vesturbænum.
Þær Aiden Hogan Keane, Unnur Elva Traustadóttir, Kristín Sverrisdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir höfðu komið KR-ingum í 4-0 forystu í fyrri hálfleik. Sandra Dögg Bjarnadóttir og Karítas Ingvadóttir bættu við fimmta og sjötta markinu á 65. og 85 mínútu.
KR er í 3. sæti deildarinnar með 33 stig eftir 15 leiki, tveimur stigum frá FH í efsta sæti. Víkingur R. er í 4. sæti með 22 stig.
FH tók á móti HK á Kaplakrikavellinum. HK var komst í 2-0 forystu en FH tókst að knýja fram sigur og lokatölur 3-2 fyrir heimakonur.
FH situr í efsta sæti deildarinnar með 35 stig eftir 15 leiki. HK er í 8. sæti með 12 stig eftir 13 leiki, einu stigi frá fallsæti.