fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Pepsi-Max deild kvenna: Eintómir útisigrar

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 19:55

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í 9. umferð Pepsi-Max deildar kvenna rétt í þessu. Þór/KA sigraði Keflavík, ÍBV hafði betur gegn Fylki og Tindastóll sigraði Stjörnuna. Útiliðin voru því öll að gera vel í þessum leikjum.

Keflavík tók á móti Þór/KA á HS Orku vellinum. Þar hafði Þór/KA betur og vann 1-2 sigur. Jakobína Hjörvarsdóttir kom Þór/KA yfir á 21. mínútu og Margrét Árnadóttir tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Amelía Rún Fjeldsted klóraði í bakkann fyrir Keflavík á síðustu mínútu venjulegs leiktíma en það dugði ekki til og 1-2 sigur Þór/KA staðreynd.

Keflavík 1 – 2 Þór/KA
0-1 Jakobína Hjörvarsdóttir (´21)
0-2 Margrét Árnadóttir (´65)
1-2 Amelía Rún Fjeldsted (´89)

Fylkir tók á móti ÍBV á Wurth vellinum. Þar hafði ÍBV betur og vann 1-2 sigur. Þóra Björg Stefánsdóttir kom ÍBV yfir á 45. mínútu og Olga Sevcova tvöfaldaði forystuna strax í byrjun seinni hálfleiks. Bryndís Arna Níelsdóttir minnkaði muninn fyrir Fylki á 78. mínútu en lengra náði það ekki og 1-2 sigur ÍBV staðreynd.

Fylkir 1 – 2 ÍBV
0-1 Þóra Björg Stefánsdóttir (´45)
0-2 Olga Sevcova (´47)
1-2 Bryndís Arna Níelsdóttir (´78)

Stjarnan tók á móti Tindastól á Samsungsvellinum. Þar höfðu gestirnir betur og unnu 0-1 sigur. María dögg Jóhannesdóttir skoraði mark Tindastóls.

Stjarnan 0 – 1 Tindastóll
0-1 María Dögg Jóhannesdóttir (´7)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“
433Sport
Í gær

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Í gær

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð
433Sport
Í gær

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið