Þremur leikjum var að ljúka í 9. umferð Pepsi-Max deildar kvenna rétt í þessu. Þór/KA sigraði Keflavík, ÍBV hafði betur gegn Fylki og Tindastóll sigraði Stjörnuna. Útiliðin voru því öll að gera vel í þessum leikjum.
Keflavík tók á móti Þór/KA á HS Orku vellinum. Þar hafði Þór/KA betur og vann 1-2 sigur. Jakobína Hjörvarsdóttir kom Þór/KA yfir á 21. mínútu og Margrét Árnadóttir tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Amelía Rún Fjeldsted klóraði í bakkann fyrir Keflavík á síðustu mínútu venjulegs leiktíma en það dugði ekki til og 1-2 sigur Þór/KA staðreynd.
Keflavík 1 – 2 Þór/KA
0-1 Jakobína Hjörvarsdóttir (´21)
0-2 Margrét Árnadóttir (´65)
1-2 Amelía Rún Fjeldsted (´89)
Fylkir tók á móti ÍBV á Wurth vellinum. Þar hafði ÍBV betur og vann 1-2 sigur. Þóra Björg Stefánsdóttir kom ÍBV yfir á 45. mínútu og Olga Sevcova tvöfaldaði forystuna strax í byrjun seinni hálfleiks. Bryndís Arna Níelsdóttir minnkaði muninn fyrir Fylki á 78. mínútu en lengra náði það ekki og 1-2 sigur ÍBV staðreynd.
Fylkir 1 – 2 ÍBV
0-1 Þóra Björg Stefánsdóttir (´45)
0-2 Olga Sevcova (´47)
1-2 Bryndís Arna Níelsdóttir (´78)
Stjarnan tók á móti Tindastól á Samsungsvellinum. Þar höfðu gestirnir betur og unnu 0-1 sigur. María dögg Jóhannesdóttir skoraði mark Tindastóls.
Stjarnan 0 – 1 Tindastóll
0-1 María Dögg Jóhannesdóttir (´7)