fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Þetta þurfa Manchester United að gera vilji þeir fá norska undrabarnið til sín

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 09:46

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski framherjinn Erling Håland hefur farið hamförum með Borussia Dortmund á tímabilinu en hann hefur skorað 31 mark í 30 leikjum í öllum keppnum, þar af tíu mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. 

Håland, sem keyptur var til Dortmund frá RB Salzburg í janúar 2020 á 20 milljónir punda, er einn eftirsóttasti leikmaður heims, enda aðeins tvítugur að aldri að raða inn mörkum í einni helstu deild heims. Hann er metinn á yfir 110 milljónir evra.

Manchester United eru eitt af þeim liðum sem hafa hvað mestan áhuga á framherjanum, en samkvæmt 101greatgoals eru fjórir leikmenn sem þeir þurfa að selja til að geta keypt framherjann.

Anthony Martial

Fyrsti leikmaðurinn sem United þurfa að selja er franski framherjinn Anthony Martial. Það yrðu ekki mikil not fyrir þennan 25 ára leikmann á Old Trafford ef Håland kæmi til liðsins og því kjörið að reyna að fá smá pening fyrir hann á meðan hægt er. Martial hefur átt erfitt með að skora á tímabilinu en hann hefur skorað aðeins fjögur mörg í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Donny van de Beek

Manchester United fjárfesti í þessum unga hollenska miðjumanni í sumarglugganum í fyrra á 35 milljónir punda. Van de Beek hefur ekki fengið mörg tækifæri eftir komu hans frá Ajax en hann hefur iðulega komið inn á af bekknum en er lítið í byrjunarliðinu hjá Ole Gunnar Solskjær. Hann er samningsbundinn félaginu til ársins 2025 en United fær meira út úr því að selja hann en að neyða hann í annað tímabil sem varaskeifa Bruno Fernandes.

Jesse Lingard

Jesse Lingard er uppalinn hjá Manchester United og spilað með aðalliðinu í mörg ár. Hann hefur þó haft það erfitt bæði innan og utan vallar seinustu tvö tímabil en eftir að hann var lánaður til West Ham United í janúar þá hefur honum tekist að koma sér aftur á strik. Lingard á rúmlega eitt ár eftir af samningi sínum hjá United og því þarf annað hvort að selja hann í sumar eða framlengja við hann til að hægt sé að fá pening fyrir hann. Talið er að hann sé til sölu á um 20 milljónir punda en gott gengi hans hjá West Ham hefur hækkað verðmiða hans ágætlega. Hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt annað í aðeins sex leikjum á tímabilinu.

Brandon Williams

Seinasti maðurinn á lista 101greatgoals er vinstri bakvörðurinn Brandon Williams. Williams er afar efnilegur en í augnablikinu er hann þriðji maðurinn í stöðuna á eftir þeim Luke Shaw og Alex Telles sem keyptur var seinasta sumar. Williams spilaði þó nokkra leiki á seinustu leiktíð en hefur aðeins fengið sjö mínútur af spilatíma það sem af er á þessari leiktíðí ensku úrvalsdeildinni. Hann stóð sig vel fyrri hluta seinasta tímabils en gengi hans fór að dvína þegar leið á tímabilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Umboðsmaður Isak sendir væna pillu á Newcastle – „Enn betra að vita við hvern maður þarf aldrei að tala aftur“

Umboðsmaður Isak sendir væna pillu á Newcastle – „Enn betra að vita við hvern maður þarf aldrei að tala aftur“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Söguleg eyðsla á Englandi – Þetta eru upphæðirnar sem liðin eyddu á markaðnum

Söguleg eyðsla á Englandi – Þetta eru upphæðirnar sem liðin eyddu á markaðnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta
433Sport
Í gær

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool
433Sport
Í gær

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa