fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Pepsi-max deild kvenna: Léleg byrjun hjá Selfyssingum sem stefna hátt

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 22. júní 2020 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur umferð í Pepsi-max deild kvenna kláraðist á Laugardaginn. Norðankonur sigruðu ÍBV með fjórum mörkum gegn engu. Önnur úrslit í umferðinni má sjá hér að neðan. Óhætt er að segja að útslitin séu flest „eftir bókinni“.

KR 1 – 3 Fylkir

Þróttur R. 1 – 2 Valur

Selfoss 0 – 2 Breiðablik

Stjarnan 3 – 0 FH

Við ætlum að fara yfir umferðina. Hvað kom á óvart, hvaða leikmenn sköruðu fram úr og fleira sem vakti athygli.

Valskonur mörðu sigur á nýliðum Þróttar

Sigur Vals á Þrótt var aldrei í hættu. Það kemur samt á óvart hversu lengi Þróttarar náðu að halda marki sínu hreinu. Það var ekki fyrr en á 61. mínútu að Valskonan Elín Metta Jensen kom boltanum í netið. Diljá Ýr Zomers bætti seinna marki Vals við á sjötugustu mínútu. Þróttur átti lokaorðið í þessum Reykjavíkurslag þegar Linda Líf Boama skoraði á 78. mínútu. Nýliðar Þróttar sýndu í leiknum gegn ríkjandi Íslandsmeisturum að þær ætla sér að dvelja lengur en eitt tímabil. Þrótturum er spáð falli úr deildinni.

Selfyssingar stigalausar

Fyrir fram var búist við spennandi leik á Selfossi. Í spá fyrirliða og þjálfara í deildinni er Breiðabliki spáð titlinum og Selfossi er spáð öðru sæti. Breiðablik stjórnaði fyrri hálfleik. Settu þær tóninn strax á þriðju mínútu með marki frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Blikastúlkur innsigluðu sigurinn á 82. mínútu með marki frá Alexöndru Jóhannsdóttur. Athygli vekur að Selfoss eru stigalausar eftir tvær umferðir. Þær hafa talað hátt um markmið sín í ár sem eru að vinna bæði deild og bikar. Það verður gaman að sjá hvort að þær nái í sín fyrstu stig á morgun þegar þær mæta í Kaplakrika og spila við FH.

Tvö breytt lið öttu kappi

KR og Fylkir mættust í Vesturbænum. Fylkir hafði betur og sigraði með þremur mörkum gegn einu. Bæði lið hafa bætt við sig mörgum nýjum leikmönnum og ætla sér stóra hluti í ár. Fylkir hefur byrjað tímabilið vel og eru þær með sex stig eftir tvo fyrstu leikina. KR eru hins vegar enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði fyrsta mark Fylkis á fyrstu mínútu leiksins. Bryndís Arna Níelsdóttir og Margrét Björg Ástvaldsdóttir skorðuðu tvö seinni mörk Fylkis. Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði mark KR sem var jafnframt þeirra fyrsta í sumar. Það verður gaman að fylgjast með Fylkiskonum í sumar eftir kröftuga byrjun. KR-ingar mæta á erfiðan útivöll Breiðabliks í næstu umferð. Áhugavert verður að sjá hvort að reynslumikið lið KR nái að stríða sterku liði Blika.

Nýliðar lágu í Garðabæ

Nýliðar FH mættu grönnum sínum í Garðabæ. FH-ingar gerðu vel á leikmannamarkaðnum og nældu í sterka íslenska leikmenn. Stjörnustúlkur eru enn þá að jafna sig eftir brotthvarf fjölda leikmanna en eru engu að síður með ungt og sprækt lið. Bæði lið töpuðu sínum fyrsta leik. Leikurinn fór rólega af stað. Ný leikmaður Stjörnunnar, Betsy Doon Hassett, braut ísinn á 35. mínútu með baráttumarki. Það var svo varamaður Stjörnunnar, Shameeka Fishley, sem kláraði leikinn fyrir Stjörnuna. Hún kom inn á í hálfleik og skoraði tvö mörk með sex mínútna millibili á 62. og 68. mínútu. FH hafði engin svör og bíða þær enn eftir sínum fyrstu stigum og jafn framt sínum fyrstu mörkum.

Stórsigur Norðankvenna á Eyjakonum

Síðasti leikur umferðarinnar fór fram á laugardaginn. ÍBV stúlkur mættu norður á Akureyri og spiluðu við Þór/KA. Bæði lið hafa orðið fyrir miklum breytingum frá síðasta tímabili. Hægt er að segja að ÍBV sé eitt mesta spurningarmerki deildarinnar. Í byrjunarliði voru þær með sex nýja erlenda leikmenn sem fáir á Íslandi þekkja til. Segja má að þetta hafi verið fýluferð fyrir Eyjakonur sem töpuðu með fjórum mörkum gegn engu. Mörk Þór/KA skoruðu Karen María Sigurgeirsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Margrét Árnadóttir skoraði tvö. Norðankonur misstu sterka leikmenn eftir síðasta tímabil og virðast ætla að fylla upp í þau skörð með ungum og efnilegum stelpum.

Hvaða leikmaður vakti athygli?

Shameeka Fishley leikmaður Stjörnunnar kom inn á í hálfleik og skoraði tvö mörk. Shameeka er á sínu öðru tímabili með Stjörnunni. Hún hefur einnig leikið með Sindra og ÍBV hérlendis. Shameeka meiddist rétt fyrir upphaf móts og spilaði ekki fyrsta leikinn. Hún kom sterk inn á í leik númer tvö og ætlar greinilega að láta til sín taka í sumar. Á síðasta tímabili skoraði Shameeka tvö mörk í níu leikjum og er því búin að jafna það nú þegar tímabilið er ný byrjað. Gaman verður að fylgjast með Shameeku og hvort að hún muni halda áfram að skora fyrir Garðarbæjarliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að
433Sport
Í gær

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Í gær

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli