fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Þakklátur Kolbeinn ekki alvarlega meiddur: „Lærdómsríkt ferli og miklu meira en bara jákvæð endurkoma“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðar fréttir berast frá Kolbeini Sigþórssyni, ef horft er til þess hvernig fyrstu fréttir af meiðslum honum, á sunnudag voru. Meiðsli Kolbeins eru ekki alvarleg, um er að ræða tognun á ökkla. Sem heldur honum frá keppni í 4-6 vikur.

Meiðslin koma á besta tíma, ef þannig má að orði komast. Kolbeinn og AIK eru á leið í langt vetrarfrí, hann ætti því ekki að missa af neinum leikjum.

Ár Kolbeins hefur verið frábært fyrir hann og íslenska landsliðið, hann hafði misst út tæp þrjú ár í fótbolta vegna meiðsla. Hann hefur að mestu sloppið við meiðsli í ár og getað spilað flesta leiki með AIK og íslenska landsliðinu. Endurkoman, vel heppnuð.

,,Takk AIK og Ísland fyrir að treysta mér og gefa mér tækifæri til að komast aftur á völlinn aftur. Að njóta þess að spila aftur fótbolta, eftir tæp þrjú ár,“ skrifar Kolbeinn í færslu á Instagram í kvöld.

,,Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt ferli og miklu meira en bara jákvæð endurkoma fyrir mig.“

Hann tjáir sig svo um meiðslin. ,,Ég mun jafna mig af sködduðum liðböndum í ökkla næstu 4-6 vikur, eftir síðasta leik. Virkilega spenntur fyrir vþí að taka annað vel heppnað skref á næsta ári.“

Kolbeinn er 29 ára gamall en hann er markahæsti leikmaður í sögu Íslands ásamt Eiði Smára Guðjohnsen með 26 mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“