fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Hjörvar leggur til að þessi taki við af Hamren ef hann kemur Íslandi ekki á EM

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, maðurinn sem kveðst stoltur vinna alla heimavinnuna í Dr. Football. Hefur lagt til að íslenska landsliðið skipti úr Erik Hamren, sem landsliðsþjálfara ef liðið fer ekki á Evrópumótið í gegnum umspilið. Þeir leikir fara fram í mars og þar er Ísland í góðum möguleika. Það kemur í ljós síðar í vikunni, hverjir andstæðingar Íslands verða.

Hjörvar leggur til að Guðni Bergsson, taki upp tólið og heyri í Åge Hareide ef Hamren kemur liðinu ekki á EM. Hareide mun láta af störfum sem þjálfari, Dana eftir Evrópumótið.

,,Ef Erik Hamren klúðrar þessu umspili er ljóst hver er fyrsti kostur Íslendinga í starfið. Ég þarf ekki að fara niður í Laugardal og stafa það ofan í gengið. Åge Hareide er að sjálfsögðu fyrsti kostur í starfið,“ sagði Hjörvar í þætti sínum í dag.

,,Það er búið að gefa út að hann verður ekki áfram eftir 2020, Peter Schmeichel er brjálaður. Ef Hamren klárar ekki umspilið þá tölum við, við Åge Hareide. Áður en við ræðum við einhvern annan. Hann fékk að vita það í byrjun sumars að hann verði ekki áfram, þeir vilja nýtt einkenni á lið sitt.“

Kasper Hjulmand mun taka við starfinu af Hareide næsta haust.  ,,Åge Hareide hefur verið einkar farsæll, liðið var frábært á HM í Rússlandi og óheppnir að fara ekki lengra.“

Hareide er 66 ára gamall og kemur frá Noregi, hann var lengi vel þjálfari norska landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo