fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Sport

Eiður með stórleik fyrir Molde: Skoraði sitt fyrsta mark og lagði upp

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 1. apríl 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Molde þegar liðið lagði Lilleström, 4-2, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Eiður skoraði fjórða og síðasta mark Molde úr vítaspyrnu á 65. mínútu leiksins, en hann lagði einnig upp mark í fyrri hálfleik. Eiður lék allan leikinn, en Árni Vilhjálmsson, sem spilar undir stjórn Rúnars Kristinssonar hjá Lilleström, kom inn á sem varamaður og lék síðasta stundarfjórðunginn.

Molde er með 7 stig eftir 3 leiki en Lilleström er með 2 stig eftir jafnmarga leiki. Þriðja umferðin klárast um helgina.

Hér að neðan má sjá myndskeið af marki Eiðs.

//platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool færist nær því að kaupa Ekitike

Liverpool færist nær því að kaupa Ekitike
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Samningnum rift í Tyrklandi og hann snýr líklega aftur til Englands

Samningnum rift í Tyrklandi og hann snýr líklega aftur til Englands
433Sport
Í gær

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United
433Sport
Í gær

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni