„Í ljósi niðurstöðu við framkvæmd lyfjaprófa á nýafstöðnu Íslandsmóti í CrossFit þá hefur verið tekin ákvörðun um að svipta Hinrik Inga Óskarsson fyrsta sætinu og þar með Íslandsmeistaratitlinum í opnum flokki karla 2016. Eins hefur verið ákveðið að svipta Berg Sverrisson öðru sætinu í opnum flokki karla.“
Þetta kemur fram í yfirlýsing CrossFit Sambands Íslands og eigenda CrossFit stöðva á Íslandi. Þar segir einnig:
„Við lyfjaprófun þá telst niðurstaða úr prófum þeirra beggja jákvæð þar sem þeir neita að gefa sýni til prófunar. Það hefur verið yfirlýst markmið CFSÍ að koma á skilvirku eftirliti með íslenskum CrossFit keppendum og hafa keppendur gefið samþykki sitt fyrir lyfjaprófum á meðan að keppni stendur í allt að tólf mánuði eftir að viðkomandi keppni lýkur. Það ætti því ekki að koma keppendum og né öðrum á óvart að lyfjaprófað hafi verið í lok Íslandsmótsins í CrossFit 2016.“
Þá segir ennfremur:
,,Það er skýr stefna CrossFit stöðva á Íslandi að vera lyfjalausar stöðvar og fordæma alla notkun á ólöglegum lyfjum. Hinrik Ingi Óskarson og Bergur Sverrisson eru hér með útilokaðir frá öllum CrossFit mótum á vegum CFSÍ og CrossFit stöðvum á Íslandi næstu tvö árin.“
Á Vísi er sagt að Hinrik Ingi hafi hótað að berja starfsmenn lyfjaeftirlitsins og á hann að hafa sagt að hann myndi lemja þá alla auk konu annars þeirra. Starfsmenn eftirlitsins vildu þá að kallað yrði á lögreglu en var horfið frá því