fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Sport

Hrafnhildur Lúthersdóttir í atvinnuleit eftir leikana: „Hlakka mikið til sundsins í dag“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. ágúst 2016 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í dag í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó og er áætlað að Hrafnhildur stingi sér til sunds í undanrásum um 16.50 á íslenskum tíma. Hrafnhildur náði frábærum árangri í 100 metra bringusundi í fyrradag þar sem hún hafnaði í sjötta sæti sem er besti árangur hjá íslenskri sundkonu á ólympíuleikum. Hrafnhildur á ellefta besta tímann inn í undanrásir sundsins í dag.

,,Ég get ekki annað en verið ánægð með árangurinn í 100 metra bringusundinu. Samkeppnin er gríðarleg hörð en þarna var ég að etja keppni við allra sterkustu sundkonur í heiminum í dag. Heims- og ólympíumeistarinn varð að sætta sig við sætið fyrir neðan mig en hún var að vonum mjög óánægð með sína niðurstöðu. Hún útfærði sundið sitt ekki nægilega vel en þetta segir okkur að það má ekkert út af bera í úrslitasundinu,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir.

Hrafnhildur sagði að 200 metra sundið í dag legðist vel í sig og hún hlakkaði mikið til að keppa. Ég hef verið að synda þessa vegalengd vel í keppni og á æfingum undanfarið og vonandi tekst mér að bæta minn besta árangur á þessari veglengd á leikunum hér í Ríó.

,,Þjálfarinn minn segir að ég sé mun sterkari í 200 metra bringusundi og vonandi næ ég að sýna það í sundinu í dag. Það eru margar stelpur að synda bæði 100 og 200 metra bringusundið hér í Ríó svo hvíldin er ekki mikil. Svo eru einhverjar sem keppa einungis í 200 metra bringusundinu og koma því betur hvíldar til leiks í dag en þær sem voru að keppa í 100 metra bringusundinu í fyrradag.“

Hrafnhildur segir þessa leika stórkostlega í alla staði og það sé mikill heiður að fá að keppa á ólympíuleikum. Þetta er mikil upplifun og það fer ofsalega vel um okkur hér á leikunum.

200 metra bringusundið er síðasta keppnisgrein Hrafnhildar á ólympíuleikunum og í framhaldinu ætlar hún að taka sér smáfrí.

,,Það liggur beinast við að slappa aðeins af eftir leikana. Síðan tekur við atvinnuleit og við sjáum til hvað gerist í þeim efnum á næstunni. Ég ætla að halda áfram í sundinu á meðan það gengur svona vel,“ segir Hrafnhildur en hún hefur lokið námi í almannatengslum við Háskólann í Flórída.

Íslandsmet Hrafnhildar í 200 metrabringusundi er 2,22,96 mínútur en það met setti hún á Evrópumótinu í London í vor. Þar náði hún framúrskarandi árangri þegar hún vann til tvennra silfurverðlauna og bronsverðlauna í 200 metra bringusundinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirmenn hafa verulegar áhyggjur eftir sumarið – Dvergar, vændiskonur og OnlyFans stjarna með í för

Yfirmenn hafa verulegar áhyggjur eftir sumarið – Dvergar, vændiskonur og OnlyFans stjarna með í för
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal steinhissa á breytingunni á Kai Havertz

Stuðningsmenn Arsenal steinhissa á breytingunni á Kai Havertz
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Napoli vill ekki fá Nunez

Napoli vill ekki fá Nunez
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik valtaði yfir Albanina

Breiðablik valtaði yfir Albanina
433Sport
Í gær

Arsenal er ekki hætt og vilja kaupa Eze

Arsenal er ekki hætt og vilja kaupa Eze
433Sport
Í gær

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann