fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Sport

Íbúafjöldi á Akranesi tvöfaldast

Norðurálsmótið fer fram um helgina

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 9. júní 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búist er því að á milli sex og sjö þúsund manns leggi leið sína á Akranes yfir helgina en þá fer Norðurálsmótið í knattspyrnu fram. En þar leika um 1500 drengir á aldrinum 6 til 8 ára sem eiga það sameiginlegt að vera í 7. flokki karla í knattspyrnu.

Íbúatala bæjarins mun því tvöfaldast. Mótið á því eftir að setja mikið mark á bæjarlífið líkt og fyrri ár. Samtals verða fótboltalið frá 33 knattspyrnufélögum á svæðinu. Drengjunum býðst að gista í skólastofu og fjölskyldum þeirra á tjaldstæði í bænum.

Í janúar var tekin ákvörðun um að flýta mótinu um eina viku vegna EM í fótbolta en opnunarleikurinn á mótinu fer fram annað kvöld.

Mikil undirbúningsvinna er á bak við mót sem þetta, en ríflega 900 sjálfboðaliðar, flestir foreldrar barna sem stunda íþróttir hjá ÍA, koma að þeirri vinnu. Leikið verður á æfingasvæði ÍA og í Akraneshöllinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst
433Sport
Í gær

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu
433Sport
Í gær

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal
433Sport
Í gær

Árni Freyr hættur með Fylki

Árni Freyr hættur með Fylki