fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Víða gott að dorga þessa dagana

Gunnar Bender
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir víða um land sem stunda dorgveiði sér til skemmtunnar á hverju ári. Þessa dagana virðist ísinn þykkur og traustur en samt verður að fara varlega og skoða vel aðstæður.

,,Við fórum uppá heiði um daginn og þar var ísinn í lagi, þykkur og flottur og við fengum nokkra fiska,“ sagði veiðimaður fyrir norðan sem oft fer á dorg á hverjum vetri og veiðir vel á sínum heimaslóðum.

Hérna fyrir sunnan hefur ísinn á vötnunum verið góður en betra er að fylgjast með stöðunni á veðri og vindum. Aðeins hefur kólnað en hvort það er nóg þarf maður að vera með á hreinu. Ísinn þarf allavega að vera 40 til 50 sentimetrar til að hann sé öruggur. En fátt er skemmtilegra en að dorga þegar veðurfarið er gott og fiskurinn í tökustuði.

,,Við fórum út á Snæfellsnes um daginn og boruðum nokkrar holur. Á tveimur vötnum fengum við fisk en ekki mjög stóra,“ sagði veiðimaður sem reyndi aðeins um daginn á dorginu.

Útiveran er góð og  hægt að að sjá vötnin frá öðrum stöðum en á sumrin á dorginu. Þessa dagana er ísinn allavega verulega þykkur og traustur.

 

Mynd. Guðmundur Bjarkason, leiðsögumaður með flotta bleikju úr Mývatni en veiði hefst þar 1. mars.     Mynd Helgi Héðinsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jói Kalli staðfestur hjá FH – Árni Guðna verður honum til aðstoðar

Jói Kalli staðfestur hjá FH – Árni Guðna verður honum til aðstoðar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun