fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025

Íslenska fluguveiðisýningin á hverju ári

Gunnar Bender
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fluguveiðisýningin, sjálfseignarstofnun (IFFS), safnaði tæplega 900.000 kr. árið 2019. Mun þeim fjármunum verða varið i þágu meginmarkmiðs stofnunarinnar, sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna. Stefnt er að því að næsta sýning verði haldin í mars 2020.

Úthlutun styrkja

Stjórn Íslensku fluguveiðisýningarinnar hefur ákveðið að útdeila 600.000 kr. af þeim fjármunum sem söfnuðust á sýningunni árið 2019 til stofnana og sjóða sem hafa sömu eða sambærileg markmið og stofnunin.

Eftirtaldir aðilar hljóta styrk vegna ársins 2019, en allir þessir aðilar hafa verið áberandi í umræðunni um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi:

Icelandic Wildlife Fund – 200.000 kr. 

Icelandic Wildlife Fund hefur verið mjög áberandi í málflutningi sínum um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi á árinu. Þar ber helst að nefna mikil og áberandi miðlun upplýsinga til almennings og gerð kynningarefnis um skaðsemi sjókvíaeldis.

NASF á Íslandi – 200.000 kr.

NASF er sjóður sem var stofnaður í tengslum við baráttu Orra Vigfússonar fyrir Atlantshafslaxinum. Íslandsdeild NASF hefur verið áberandi á árinu 2019 í umræðum um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi.

Laxfiskar ehf. – 200.000 kr.
Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum á langan feril að baki í fiskirannsóknum og þar af hefur hann á vegum rannsóknafyrirtækis síns Laxfiska í tæpa tvo áratugi stundað framsæknar rannsóknir á lífsháttum og umhverfi íslenskra ferskvatnsfiska, bæði í ferskvatni og sjó.

Þar má sérstaklega nefna miklar rannsóknir Jóhannesar á lífsháttum Þingvallaurriðans sem skilað hafa mikilvægum grunnviðmiðum sem nýting og verndun Þingvallaurriðans tekur mið af. Þá hefur Jóhannes verið áberandi í umræðunni um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi.

(Meðfylgjandi mynd: Frá afhendingu styrks Íslensku fluguveiðisýningarinnar. Frá hægri, Friðleifur Egill Guðmundsson, frá NASF, Gunnar Örn Petersen og Kristján Páll Rafnsson, frá IFFS, Jóhannes Sturlaugsson, frá Laxfiskum, Arndís Kristjánsdóttir og Jón Kaldal, frá IWF, Elías Pétur Viðfjörð, frá NASF, og Lilja R. Einarsdóttir, frá IWF.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum