fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Veiðimenn orðnir viðþolslausir

Gunnar Bender
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það hefur verið hellingur að gera hjá okkur síðustu daga. Veiðimenn eru að koma sér í gírinn þessa dagana. Enda er ekki eftir neinu að bíða og verðurfarið er að batna,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst og í sama streng tók Tommi í Veiðiportinu.

,, Það hefur fínt að gera,“ sagði Tómas Skúlason um leið og hann afgreiddi mann með veiðistöng og hjól. Fleiri viðskiptavinir biðu. Ég lét mig hverfa.

Í fleiri veiðibúðum er sömu sögu að segja. Skrítin staða í þjóðfélaginu þessa dagana og veiðimenn í sömu stöðu núna  og þegar kálfunum er hleypt út á vorin. Þeir geta  alls ekki beðið lengur, sama hvað þeir reyna.

,,Já, maður verður að taka hrollinn úr sér hérna við Vífilsstaðavatn, get bara alls ekki beðið lengur,“ sagði veiðimaður við vatnið í vikunni.

Líklega hafa aldrei fleiri hnýtt sér flugur í vetur og aldrei meira en núna eftir áramótin, Veiðikortið selst eins og heitar lummur þessa dagana. Allir vilja ná sér í kortið og æfa sig fyrir skrítnasta veiðisumar fyrr og síðar, bara þess vegna getur enginn beðið.

Vorveiðin hefur gengið ágætlega, veðurfarið er að batna og það er fyrir öllu. Slæmur vetur er að baki og veiru helvítið hefur aðeins bakkað. En það þarf meira til, þess vegna er gott að skjótast með stöngina og taka nokkur köst. Það vita flestir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun