fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

Rjúpur og tófur í sömu ferðinni

Gunnar Bender
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Við pabbi skelltum okkur loks á rjúpusíðustu helgi  og fórum vestur,” sagði María Rós Arfinnsdóttir í samtali en hún hún á rjúpu með föður sínum.

,,Það var  mikil tilhlökkun og óþolinmæði í mér þar sem að við komumst ekki fyrr. Um kvöldið sem við komum í Arnarfjörðinn rákum við augun í tófu  á sama bletti og venjulega og ég stekk út með 20BR riffilinn í flýti svo að hún komist ekki í burtu.  Á meðan ég er að koma mér fyrir þá labbar Árni á Laugarbóli rólega til mín og segir.

,,Hæ, hvað segir þú?” og ég í mínum æsingi átti ekki von á þessu og segi hæ” á móti og skaut tófuna í sama andardrætti. Ég aldrei hef ég lent í því að einhver ætli bara að detta í spjall við mig í miðjum klíðum, en okkur tókst að taka gott spjall eftir þetta .

Fyrsti morguninn var nú bara þannig að veðrið var ekki eins og það átti að vera en þannig er það venjulega, þannig að það átti að vera þannig. Pabbi og Árni á Laugarbóli sátu með bolla að fussa yfir veðrinu þar til það lagaðist og við gátum hafið veiðar.  Við komum okkur á líklegan stað og löbbuðum þar um, þar til að mér tókst að skjóta 3 rjúpur og þá var sko keppnin hafin því að pabbi var ekki kominn með neitt.

Við höfðum ekkert meira á þessum stað svo við færðum okkur yfir á annan stað og þar lenti ég í hóp og hafði þrjár og gamli enn ekki með neina. Þegar við vorum búin að skanna þetta svæði, færðum við okkur neðar og þar fundum við annan hóp og hann ekki lengi að bæta stöðu sína.

Þar sem að hann hafði þá fimm og ég hafði bætt við mig um eina og það voru loka tölur dagsins. Á leiðinni heim þá rákumst við á aðra tófu sem ég notaði riffilinn aftur á þannig að þá var komin tófa númer 2.

Á laugardegi í suðvestan éljagangi með engu skyggni oft á tíðum, þá snérist leikurinn við þá hafði gamli 6 stykki og ég eina, gamalt kjöt er seigt, en þar sem færð var orðin tvísýn ákváðum við að fá að gista á Laugarbóli og á leiðinni þangað þá náði ég þriðju tófunni á sama bletti og sú fyrstu.

Á sunnudeginum  var gott veður en þá fundum við nánast engar rjúpur en ég hafði þrjár til viðbótar og jafnaði leikinn. Heildartölurnar voru 22 rjúpur og 3 tófur svo þetta var bara mjög fín helgi,” sagði  María Rós Arnfinnsdóttir að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar