,,Við eru komnir með 6 laxa og hálfur dagur eftir. Það eru komnir 70 laxar á land úr Krossá í sumar,“ sagði Hlynur Snær Sæmundsson sem var að veiða í Krossá á Skarðsströnd í vikunni ásamt fleirum vöskum veiðimönnum.
,,Það eru fiskar eiginlega bara í gljúfrunum en lítið fyrir ofan og neðan þau. Það veiddist einn 80 cm í dag hjá veiðimanni sem er með okkur að veiða,“ sagði Hlynur Snær i lokin.
Mynd. Hlynur Snær Sæmundsson með laxa úr Krossá á Skarðsströnd. Mynd SK.