,,Veiðin hefur verið góð í Eystri Rangá og við fengum flotta veiði þar fyrir skömmu, mikið af fiski,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr ánni sem er sú langfengsælasta þessa dagana með 3100 laxa. Í öðru sæti er Ytri Rangá með 2600 laxa, næst Þverá í Borgarfirði með 2280 laxa, síðan Miðfjarðará með 2040 laxa og svo Norðurá í Borgarfirði með 1500 laxa.
Það er töluvert eftir ennþá er fátt virðist hreyfa við Eystri Rangá á toppnum þessa dagana og sæti hennar nokkuð öruggt.
Mynd. Breiðdalsá tyllir sér ekki á veiðitoppinn þetta árið en kannski þetta flotta flugukast hjá honum Kristjáni Hrafni Stefánssyni sem er aðeins 13 ára og í læri hjá afa sinum honum Gunnlaugi Stefánssyni í Breiðdal. Mynd. Sjöfn.