fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Pressan

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Pressan
Föstudaginn 8. ágúst 2025 08:06

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgin Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum er ekki beint heppileg fyrir þá sem eiga erfitt með að dvelja í miklum hita. Í júlí og ágúst er til dæmis ekki óalgengt að hitinn í borginni fari upp undir 40 gráður.

En í gær var hitamet í ágúst slegið þegar hitinn fór í 47,7 gráður (118 Fahrenheit), en fyrri ágústmetin voru sett árin 2011, 2015, 2020 og 2023 þegar hitinn fór í 47,2 gráður (117 Fahrenheit).

Þetta var ekki eina metið sem slegið var í gær því næturhitinn fór aldrei undir 34,4 gráður (94 Fahrenheit) og hefur það ekki gerst áður í ágústmánuði í borginni. Áfram er búist við miklum hitum í borginni á næstu dögum.

Dr. Zachary Labe, loftslagsvísindamaður hjá Climate Central, segir við Weather Channel að staðir eins og Arizona séu að fara inn á „ókönnuð svæði“ þegar kemur að hitum.

„Á síðustu sumrum höfum við séð langvarandi tímabil öfga­hita,“ segir hann og bætir við að ófá metin hafi fallið á síðustu árum. Hitaviðvaranir voru víða í gildi í Bandaríkjunum í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI-maður nauðgaði þremur konum

FBI-maður nauðgaði þremur konum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nakinn á Google Street View – Fær bætur

Nakinn á Google Street View – Fær bætur