En það gerði 47 ára kona þó. Hrotur makans virðast hafa verið orðnar svo slæmar að hún taldi ekki nóg að vekja hann til að reyna að koma á ró í svefnherberginu.
Lorie Morin, 47 ára, skaut kærastann sinn, Brett Allgood, á heimili þeira í Cocoa í Brevard County í Bandaríkjunum af því að hann hraut of hátt að hennar mati.
Allgood var fluttur með þyrlu á sjúkrahús.
Lögreglan taldi í fyrstu að um óhapp hefði verið að ræða, þar sem skot hefði hlaupið úr skammbyssunni þegar Lorie var að rétta Allgood hana. En þegar Allgood gat rætt við lögregluna fór málið að horfa öðruvísi við.
Hann sagði lögreglunni að þau hefðu rifist vegna þess að hann hrýtur og að deilurnar hafi magnast svo mikið að Morin hafi skotið hann aftan frá.
„Hann heyrði háan hvell og vaknaði í blóðpolli og var með mikla verki við hægri handarkrikann,“ segir í lögregluskýrslu að sögn Daily Mail.