Sky News skýrir frá þessu og segir að barnsmóðir mannsins og móðir hans hafi hringt í lögregluna og látið vita um líkið og að í framhaldinu hafi þær játað að hafa myrt hann.
Venier, sem var 35 ára, var byrluð ólyfjan áður en hann var myrtur að sögn La Repubblica. Konurnar settu líkamsleifarnar í tunnu og huldu þær með kalki til að leyna lyktinni.
Talið er að Venier hafi verið myrtur nokkrum dögum áður en lögreglan fann líkamsleifarnar.
Hann á sex mánaða dóttir með kólumbískri sambýliskonu sinn að sögn Corriere Della Sera sem segir að móðir hans sé vel þekkt og hafi starfað sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi.
Nágrannar fjölskyldunnar segja að lítið hafi farið fyrir henni og er þeim að vonum mjög brugðið vegna málsins.