fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

Þriggja ára stúlka gekk inn á sjúkrahús með hníf í höfðinu

Pressan
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 03:12

Hún gekk inn með móður sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í myndbandi, sem hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, sést þegar þriggja ára stúlka gengur inn á kínverskt sjúkrahús og er ekki annað að sjá en að hnífur sitji fastur í höfði hennar.

Á upptökunni sést stúlkan ganga róleg við hlið móður sinnar og leiða hana inn á Dongchuan sjúkrahúsið í Dongchuan í Kína. Hnífur virðist sitja fastur í höfði hennar, rétt ofan við hægra eyrað.

Móðirin, sem heitir Hu, sagði í samtali við kínverska fjölmiðla að hnífurinn hafi óvart lent í höfði stúlkunnar þegar verið var að skipta á rúmfötunum.

Stúlkan var róleg þótt hún væri með hníf í höfðinu.

 

 

 

 

 

Hu reyndi að sögn að draga hnífinn út strax á eftir en ákvað síðan að hætta við það og fara með hana beint á sjúkrahús.

Stúlkan gekkst undir aðgerð þar sem taugaskurðlæknir fjarlægði hnífinn úr höfði hennar.

Læknir sagði í samtali við China Business View að ástæðan fyrir að stúlkan hafi lifað þetta af sé að þar sem hún sé svo ung sé höfuðkúpa hennar mjög mjúk. Hann sagði einnig að ef Hu hefði dregið hnífinn út, hefði stúlkan verið í mikilli hættu. Það hafi verið nauðsynlegt að leita til læknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona er hægt að kæla bjór og gos á nokkrum mínútum án þess að nota frysti

Svona er hægt að kæla bjór og gos á nokkrum mínútum án þess að nota frysti
Pressan
Fyrir 3 dögum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis