fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð

Pressan
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 16:30

Foreldrarnir komu fram í viðtölum og biðluðu til almennings. Þau eru aftur á móti grunuð um að hafa orðið drengnum að bana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í San Bernardino-sýslu í Kaliforníu hafa ákært þau Jake og Rebeccu Haro fyrir morð á sjö mánaða syni sínum.

DV fjallaði um hvarf drengsins í síðustu viku og óhugnanlega frásögn Rebeccu sem lýsti því í sjónvarpsviðtölum hvernig syni hennar var rænt.

Sagðist hún hafa verið á bílastæði fyrir utan verslun Big 5 í bænum Yucaipa í Kaliforníu rétt fyrir klukkan átta fimmtudagskvöldið 14. ágúst.

Sagðist hún hafa verið að skipta á drengnum, Emmanuel, í bílnum þegar karlmaður sem hún kannaðist ekki við réðst að henni og kýldi hana í rot. Hélt hún því fram að Emmanuel hafi verið á bak og burt þegar hún rankaði við sér.

Sagðist hún hafa heyrt karlmann fyrir aftan hana segja „hola” áður en hún var slegin í höfuðið.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að lögregla hafi verið efins um frásögn Rebeccu strax frá fyrsta degi og misræmi hafi komið fram í lýsingum hennar á hinu meinta atviki.

Hjónin voru handtekin á föstudag og hafa þau nú verið ákærð fyrir að verða drengnum að bana. Gengur lögregla út frá því að hann sé látinn en lík hans hefur aftur á móti ekki fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Barnsmorðingi stríddi lögreglunni í 30 ár með skelfilegum skilaboðum – Sá hlær best sem síðast hlær

Barnsmorðingi stríddi lögreglunni í 30 ár með skelfilegum skilaboðum – Sá hlær best sem síðast hlær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum