DV fjallaði um hvarf drengsins í síðustu viku og óhugnanlega frásögn Rebeccu sem lýsti því í sjónvarpsviðtölum hvernig syni hennar var rænt.
Sagðist hún hafa verið á bílastæði fyrir utan verslun Big 5 í bænum Yucaipa í Kaliforníu rétt fyrir klukkan átta fimmtudagskvöldið 14. ágúst.
Sagðist hún hafa verið að skipta á drengnum, Emmanuel, í bílnum þegar karlmaður sem hún kannaðist ekki við réðst að henni og kýldi hana í rot. Hélt hún því fram að Emmanuel hafi verið á bak og burt þegar hún rankaði við sér.
Sagðist hún hafa heyrt karlmann fyrir aftan hana segja „hola” áður en hún var slegin í höfuðið.
Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að lögregla hafi verið efins um frásögn Rebeccu strax frá fyrsta degi og misræmi hafi komið fram í lýsingum hennar á hinu meinta atviki.
Hjónin voru handtekin á föstudag og hafa þau nú verið ákærð fyrir að verða drengnum að bana. Gengur lögregla út frá því að hann sé látinn en lík hans hefur aftur á móti ekki fundist.