fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða

Pressan
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 06:30

Horn nashyrninga eru eftirsótt meðal veiðiþjófa. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendur danska dýragarðsins Givskud Zoo, sem oft er nefndur ljónagarðurinn, hafa miklar áhyggjur af að veiðiþjófar muni brjótast inn í dýragarðinn og skjóta nashyrningana sem þar eru.

Þessar áhyggjur eru ekki tilkomnar af engu því í Frakklandi gerðist það að brotist var inn í dýragarð um miðja nótt og nashyrningur skotinn og horn hans sagað af. Þetta sagði Kim Skalborg Simonsen, líffræðingur hjá dýragarðinum í samtali við TV2 Syd.

Samkvæmt skýrslu, sem var gefin út 2020, frá Sameinuðu þjóðunum þá eru nashyrningahorn ein eftirsóttasta varan á svarta markaðnum.

Veiðiþjófur getur haft sem svarar til um 600.000 íslenskra króna upp úr krafsinu fyrir hvert kíló af nashyrningshorni. Þegar búið er að vinna hornið og það er sett í smásölu, fást sem nemur allt að 6,5 milljónum íslenskra króna fyrir hvert kíló.

En það er nákvæmlega ekkert merkilegt við þessi horn því þau eru úr keratíni sem er sama efni og hárið okkar og neglurnar eru úr.

En í Asíu eru nashyrningahorn talin hafa mikið lækningagildi. Til dæmis trúa margir því að þau veiti góða orku sem kemur sér vel í atvinnuviðtali eða á stefnumóti.

Í Givskud dýragarðinum er nú byrjað að taka nashyrningana inn á kvöldin því svo mikil hætta er talin stafa af veiðiþjófum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“
Pressan
Fyrir 4 dögum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum