Þessar áhyggjur eru ekki tilkomnar af engu því í Frakklandi gerðist það að brotist var inn í dýragarð um miðja nótt og nashyrningur skotinn og horn hans sagað af. Þetta sagði Kim Skalborg Simonsen, líffræðingur hjá dýragarðinum í samtali við TV2 Syd.
Samkvæmt skýrslu, sem var gefin út 2020, frá Sameinuðu þjóðunum þá eru nashyrningahorn ein eftirsóttasta varan á svarta markaðnum.
Veiðiþjófur getur haft sem svarar til um 600.000 íslenskra króna upp úr krafsinu fyrir hvert kíló af nashyrningshorni. Þegar búið er að vinna hornið og það er sett í smásölu, fást sem nemur allt að 6,5 milljónum íslenskra króna fyrir hvert kíló.
En það er nákvæmlega ekkert merkilegt við þessi horn því þau eru úr keratíni sem er sama efni og hárið okkar og neglurnar eru úr.
En í Asíu eru nashyrningahorn talin hafa mikið lækningagildi. Til dæmis trúa margir því að þau veiti góða orku sem kemur sér vel í atvinnuviðtali eða á stefnumóti.
Í Givskud dýragarðinum er nú byrjað að taka nashyrningana inn á kvöldin því svo mikil hætta er talin stafa af veiðiþjófum.