fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu

Pressan
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 18:30

Frá Taílandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hefur Taíland ekki þurft að auglýsa sig mikið sem ferðamannaland. Fólk frá öllum heimshornum hefur streymt þangað til að njóta fallegra stranda, grænna regnskóga og líflegs götulífs.

En ferðamönnum hefur fækkað mikið að undanförnu og nú ætla stjórnvöld að grípa til aðgerða til að spyrna við fótunum. Euronews segir að á næstu þremur mánuðum verði 200.000 ókeypis flugmiðum deilt út. Þeir gilda í innanlandsflug í Taílandi.

Ferðamenn munu fá ókeypis flugferð innanlands, fram og til baka. Þetta er auðvitað auglýsingabrella en um leið aðferð til að dreifa ferðamönnum meira um landið og sýna þeim að það eru fleiri góðir staðir en Phuket, Bangkok og Chiang Mai sem eru þess virði að heimsækja.

Ferðamenn munu eiga rétt á flugmiða ef þeir kaupa sér flugmiða til Taílands í gegnum ferðaskrifstofur eða hjá flugfélögum. Þeir sem hafa nú þegar keypt sér flugmiða, munu ekki njóta góðs af þessu.

Herferðin hefst á mánudaginn og stendur yfir út nóvember. Sá fyrirvari er þó á þessu að ríkisstjórnin á enn eftir að leggja blessun sína yfir þetta.

Tæplega 40 milljónir ferðamanna heimsóttu Taíland 2019. Í ársbyrjun 2025 töldu ferðamálayfirvöld, sem voru kannski svolítið bjartsýn, að 39 milljónir myndu heimsækja landið í ár. Nú er búið að lækka töluna í 33 milljónir og vafi þykir leika á hvort þessi tala sé raunhæf. Það sem af er ári hefur 21 milljón ferðamanna lagt leið sína til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Barnsmorðingi stríddi lögreglunni í 30 ár með skelfilegum skilaboðum – Sá hlær best sem síðast hlær

Barnsmorðingi stríddi lögreglunni í 30 ár með skelfilegum skilaboðum – Sá hlær best sem síðast hlær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum