fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti

Pressan
Mánudaginn 18. ágúst 2025 06:30

Mynd úr safni. Mynd:National Crime Agency

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er 28 ára og með lögheimili í Danmörku en býr að sögn lögreglunnar í Svíþjóð og stundar það að flytja gull til og frá Dúbaí.

Hann var handtekinn á Kastrupflugvellinum í Kaupmannahöfn í síðustu viku þegar hann var nýkominn frá Dúbaí. Hann var með 12 kg af gulli meðferðis.

Lögreglan segir að afbrotamenn séu sólgnir í gull og noti það meðal annars þegar kemur að peningaþvætti.

Þegar maðurinn kom til Kaupmannahafnar ætlaði hann að gera tollgæslunni viðvart um að hann væri með gullið meðferðis en þegar hann fór í afgreiðslu tollsins handtók lögreglan hans en hún hafði fylgst með ferðum hans og beið eftir honum.

Maðurinn var á föstudaginn úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald.

Hann rekur verslun í Kaupmannahöfn þar sem viðskipti eru stunduð með gull.

Lögreglan telur að maðurinn hafi frá því í byrjun árs 2022 tekið við sem nemur minnst 1,1 milljarði íslenskra króna sem hann keypti gull fyrir. Hann hafi brætt gullið og farið með það til Dúbaí þar sem hann skipti því í mun hreinna gull og tók það með aftur til Danmerkur. Þetta gerði hann að mati lögreglunnar til að leyna uppruna peninganna.

Gull er mjög eftirsótt af glæpamönnum, að hluta vegna þess að það er orðið erfiðara að losna við reiðufé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Terence Stamp látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“