Hann var handtekinn á Kastrupflugvellinum í Kaupmannahöfn í síðustu viku þegar hann var nýkominn frá Dúbaí. Hann var með 12 kg af gulli meðferðis.
Lögreglan segir að afbrotamenn séu sólgnir í gull og noti það meðal annars þegar kemur að peningaþvætti.
Þegar maðurinn kom til Kaupmannahafnar ætlaði hann að gera tollgæslunni viðvart um að hann væri með gullið meðferðis en þegar hann fór í afgreiðslu tollsins handtók lögreglan hans en hún hafði fylgst með ferðum hans og beið eftir honum.
Maðurinn var á föstudaginn úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald.
Hann rekur verslun í Kaupmannahöfn þar sem viðskipti eru stunduð með gull.
Lögreglan telur að maðurinn hafi frá því í byrjun árs 2022 tekið við sem nemur minnst 1,1 milljarði íslenskra króna sem hann keypti gull fyrir. Hann hafi brætt gullið og farið með það til Dúbaí þar sem hann skipti því í mun hreinna gull og tók það með aftur til Danmerkur. Þetta gerði hann að mati lögreglunnar til að leyna uppruna peninganna.
Gull er mjög eftirsótt af glæpamönnum, að hluta vegna þess að það er orðið erfiðara að losna við reiðufé.