Víetnamska veitingastaðnum Pho Na, í Southwark í London, var lokað í liðinni viku, í kjölfar heimsóknar heilbrigðiseftirlits á staðinn. Starfsmenn eftirlitsins fundu kjöt í frystinum sem merkt var „geit vafin í laufvefju“ sem þeir sendu til greiningar. Niðurstaðan var sú að um hundakjöt væri að ræða. Þá var staðnum lokað.
Eftirlitsmennirnir fundu einnig músaskít og kakkalakka á veitingastaðnum.
Eigandi staðarins, hinn 47 ára gamli Vuong Quoc Nguyen, neitaði fyrir dómi á þriðjudag ákæru um fjölmörg brot á öryggis- og hreinlætisreglum. Verjandi hans sagði að skjólstæðingur sinn hefði ekki vitað að um hundakjöt í frystinum væri að ræða því annar aðili hefði útvegað honum kjötið. Sagði hann að kjötið hafi aldrei farið í sölu og kallað hefði verið á meindýraeyði vegna músagangs og kakkalakka.
Sjá nánar um málið á Metro.