Society for the Study of Sleep segir að fjölverkafólk sé fólk sem lifi áköfu lífi, beri ábyrgð á mörgu í einu og á kvöldin sé það andlega uppgefið en geti samt ekki kúplað sig út. Að lokum segi líkaminn nei við fleiri verkefnum og tryggi sér hvíld og skiptir þá engu þótt spennandi Netflix-sería sé á skjánum.
European Institute of Positive Psychology segir að margt afkastamikið fólk geti einfaldlega orðið fyrir því að þeirra eigin útsláttarrofi slái það út og svæfi. Það að sofna í sófanum, sé merki um viðkomandi sofni skyndilega og komi þessi skyndilegi svefn í stað skipulagðs svefns (nætursvefnsins). Sófinn verði í raun neyðarstopp og komi í stað fyrir hinn skipulagða svefntíma, einhverskonar hraðhleðsla sem nær þó aldrei 100%.
Ef maður er háður því um langan tíma að sofa í sófanum, þá kemur það niður á svefngæðunum. National Sleep Institute mælir því með klassísku svefnumhverfi – dimmu, svölu svefnherbergi, reglulegum háttatíma og skýrum andlegum mörkum á milli dags, kvölds og hvíldar á nóttunni.