The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta muni koma allra verst niður á Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópusambandinu. Hafa sumir gagnrýnt niðurskurð þróunaraðstoðar þessara ríkja og segja að það geti haft alvarleg áhrif í baráttunni við ofurbakteríur.
Nú síðast tilkynnti breska ríkisstjórnin að hún muni hætta stuðningi við baráttuna gegn sýklalyfjaónæmi í lág- og millitekjulöndum.
Mörg önnur Evrópuríki hafa einnig skorið niður fjárlög til þróunaraðstoðar og það sama á við um Bandaríkin.