fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Pressan

Þessi „slæma venja“ getur í raun verið lykillinn að betri svefni

Pressan
Laugardaginn 16. ágúst 2025 20:30

Það getur verið ágætt að nota raftæki fyrir svefninn. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum flest lært að skjáir (sjónvörp, tölvur og símar) séu ekki góðir fyrir svefngæðin. En margir hafa komist að hinu gagnstæða.

Fyrir þetta fólk eru sjónvörp, hlaðvörp og hljóðbækur ekki truflandi heldur svæfandi.

Rannsókn, sem var birt 2018, sýndi að helmingur þeirra, sem glíma við svefnvandamál, notar tónlist sem hjálparmeðal.

Dr. Rachel Salas, sérfræðingur í svefnrannsóknum og prófessor í taugafræði við Johns Hopkins háskólann, segir að þetta snúist um jafnvægi að sögn CNN.

Það sem virkar fyrir einn, virkar ekki endilega fyrir annan og þrátt fyrir að maður eigi ekki að horfa á skjá skömmu fyrir háttatíma, þá gegnir það allt öðru máli ef þú hlustar bara.

Dr. Shalini Paruthi segir að það verði þó að hafa í huga að ekki sé öll hljóð góð fyrir svefninn, það eigi að forðast hljóð sem halda athygli fólks. Ef þau eru of spennandi, þá haldi þau fólki vakandi og þá sé vandinn óleystur.

Gott ráð er að velja eitthvað sem þú hefur heyrt áður. Eitthvað fyrirsjáanlegt, eintóna eða langdregið. Svæfandi sögur eða þekktar þáttaraðir, sem bjóða ekki upp á æsispennandi endi, virka oft best að sögn Dr. Paruthi.

Dr. Lindsay Browning, svefnsérfræðingur og prófessor, ráðleggur fólki að forðast bækur og þætti sem það vill gjarnan einbeita sér að. Þeim mun meira sem maður einbeiti sér að því að hlusta þeim mun erfiðara verði að slíta sig frá hlustuninni og sofna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu mikið magn falsaðra lyfja sem voru merkt þekktum lyfjaframleiðendum

Fundu mikið magn falsaðra lyfja sem voru merkt þekktum lyfjaframleiðendum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlmaður og kona grunuð um morð á eins árs barni

Karlmaður og kona grunuð um morð á eins árs barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“