fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Pressan

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Pressan
Laugardaginn 16. ágúst 2025 13:30

Það á ekki að sofa á maganum segja sérfræðingar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hvernig þú liggur á nóttinni hefur áhrif á svefninn og vellíðan þína daginn eftir. Það virðist kannski náttúrulegt að velja ákveðna svefnstellingu en sérfræðingar segja að það að sofa á maganum geti verið skaðlegt fyrir okkur.

Healtline skýrir frá þessu og segir að þegar við sofum á maganum, þá fari það illa með hnakkann því við þurfum að sveigja höfuðið til hliðar til að geta andað. Þá endar hnakkinn í óeðlilegri stöðu sem getur valdið spennu og verkjum.

Þetta veldur einnig álagi á hryggjarsúluna og getur með tímanum valdið krónískum bakverkjum.

Þessi svefnstelling veldur einnig álagi á vöðva og liði sem getur síðan truflað blóðflæðið.

Margir vakna því ómeðvitað ítrekað til að skipta um stellingu og það dregur auðvitað úr svefngæðunum.

Þegar bringan þrýstist niður í dýnuna, verður erfiðara fyrir lungun að þenjast alveg út og það getur valdið yfirborðskenndri öndun sem getur haft neikvæð áhrif á endurhleðslu líkamans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi