Maður sem skildi eftir lík unnustu sinnar í stofunni í íbúð sinni í þrjú ár hefur verið dæmdur í 14 mánaða fangelsi. Ákæran hljóðaði upp á að hafa komið í veg fyrir lögmæta útför frá maí 2022 til maí 2055.
BBC greinir frá.
Maðurinn heitir Jamie Stevens og er 51 árs. Hann játaði sök samkvæmt ákæru. Atburðirnir áttu sér stað í Torquay í Devon á Englandi. Stevens fann sambýliskonu sína og unnustu, Anouska Sites, látna í stofusófanum í maí árið 2022. Hann setti teppi yfir líkið, lokaði stofunni og notaði hana ekki aftur, eftir því sem fram kom í réttarhöldum við dómstól í Exeter í vikunni.
Lýst var eftir konunni í apríl á þessu ári og lögregla lík hennar síðan í íbúðinni sem Stevens hafði þá flutt út úr.
Saksóknari í málinu segir að Stevens hafi sagt ósatt við lögreglu um hvenær hann síðast sá konuna. Sagði hann lögreglumönnum að hún hafið dáið í janúar árið 2023.
Verjandi Stevens segir að hann hafi verið harmi sleginn vegna dauða unnustunnar.
Dómarinn, Anna Richardson, sagði að málið væri afar sorglegt. „Þú fórst ranglega á taugum, huldir lík hennar og skildir hana þannig eftir árum saman,“ sagði hún við sakborninginn.
Auk þess að játa áðurnefndar sakir játaði Jamies Stevens að hafa með margvíslegum hætti hindrað réttvísina við rannsókn málsins, í apríl og maí á þessu ári.