Ef þú tekur of mikið af því, þá veikir þú getu þess til að vaxa og fjölga sér. Afleiðingarnar verða að grasið verður gult, þunnt og ljótt og mosin, illgresi og sjúkdómar eiga auðveldara með að herja á það.
Það að slá grasið of stutt skemmir einnig ræturnar. Stutt gras er með stuttar rætur og það gerir grasið viðkvæmara í þurrkum. Á vorin og sumrin getur þetta valdið því að stórir blettir myndast og vöxturinn verður ójafn.
Ef þú vilt hafa þéttvaxið, grænt og slitsterkt gras í garðinum, þá er best að slá það oft en án þess að taka of mikið af hæð þess í hvert sinn. Á sumrin ætti það að vera 4-5 sm á hæð en á kaldari árstímum þolir það vel að vera aðeins hærra.