„Ég verð að segja út frá pólitískum sjónarhóli, þá varð málið fljótt aukaatriði,“ sagði Harry Enten, gagnagreinandi hjá CNN, að sögn Huffington Post.
Málið snýst um samband Trump og Epstein og ekki síst hvort nafn forsetans er að finna í hinum leynilegu „Epstein-skjölum“ en í þeim eru nöfn margra þekktra einstaklinga sem gætu einnig hafa gerst sekir um kynferðisbrot.
Enten sagði að leitum á Google að orðinu „Epstein“ hafi fækkað um 89% miðað við það sem var fyrir þremur vikum. Það hefur einnig dregið mjög úr því að fólk leiti noti leitarvélina til að leita að nöfnum Trump og Epstein samtímis.
Enten sagði að nú hafi fólk mestan áhuga á tollum og Vladímír Pútín, líklega vegna fundar Trump og Pútíns í Alaska í dag.