fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Pressan
Föstudaginn 15. ágúst 2025 20:00

Teikning af Coneys á loftinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæpt ár stóð lögreglan í Denver í Colorado í Bandaríkjunum ráðþrota frammi fyrir morðmáli. Að lokum tókst henni þó að leysa það og hafa hendur í hári morðingjans sem hefur verið nefndur „Köngulóarmaðurinn í Denver“.

En „Köngulóarmaðurinn í Denver“ var því miður ekki góðmenni sem verndaði íbúa borgarinnar fyrir glæpum og sveiflaði sér á milli húsa með aðstoð köngulóarvefjar. Hann var einfaldlega morðingi.

Morðið

Philip Peters var farinn á eftirlaun eftir langan starfsferil hjá Denver & Rio Grande Western Railroad. Hann og eiginkona hans, Helen, höfðu búið í sama húsinu, við West Moncrieff Place, í rúmlega þrjá áratugi. Börnin þeirra voru uppkomin og eitt þeirra bjó í Grand Junction en hin voru flutt á brott frá Colorado.

Peters var tónlistarmaður og meðlimur í gítarklúbbnum í Denver. Bæði hann og Helen sinntu öðru hvoru kennslu þar. Það var í gítarklúbbnum sem hann hitti manninn sem myrti hann síðar.

Síðustu fimm vikur lífsins var Peters einn heima því Helen hafði verið lögð inn á sjúkrahús eftir að hún mjaðmarbrotnaði. Nágrannar hans buðu honum í mat á kvöldin svo hann þyrfti ekki að borða einn og fengi heitan mat.

Að kvöldi 17. október 1941 kom Peters að hávöxnum, mögrum og óreiðukenndum manni sem var að stela úr ísskápnum hans. Það kom til átaka og ókunnugi maðurinn greip þungan járnhlut og barði Peters til bana með honum og lét sig síðan hverfa.

Áhyggjufullir nágrannar fundu Peters klukkustund síðar og hringdu í lögregluna. Lögreglumenn komu á vettvang og leituðu í húsinu en fundu engin ummerki um morðingjann. Það var eins og hann hefði bara gufað upp.

Heimili Peters og Helen.

Lögreglumenn beindu nú sjónum sínum að fortíð Peters til að sjá hvort hann ætti sér einhverja hatursmenn sem hefðu viljað hann feigan.

Helen var nokkru síðar útskrifuð af sjúkrahúsinu og sneri heim sem ekkja. Góð vinkona hennar flutti inn til hennar til að hjálpa henni.

Næstu mánuðina gerðist eitt og annað í húsinu sem Helen og vinkona hennar áttu erfitt með að skilja. Matur hvarf, dularfull hljóð heyrðust og hlutir færðust úr stað.

Vinkonan var sannfærð um að það væri reimt í húsinu og flutti út og Helen flutti til sonar síns í Grand Junction.

Húsið stóð því autt en lögreglan hélt áfram að fá tilkynningar um dularfull hljóð og hræðilegan óþef frá því. En lögreglan fann engar skýringar á þessu.

Í júlí 1942 ákvað lögreglan að láta tvo lögreglumenn, Roy Bloxom og Bill Jackson, dvelja fyrir utan húsið og fylgjast með því í staðinn fyrir að bíða eftir að nágrannarnir hringdu. Þetta borgaði sig því þeir sáu mann inni í húsinu. Þeir hlupu strax inn en fundu manninn ekki, húsið virtist vera mannlaust.

En síðan heyrðu þeir hljóð uppi á lofti.

Þeir opnuðu skápdyr og sáu fótleggi hverfa upp um lítið op í loftinu, upp á háaloftið. Þeir náðu að grípa í fótleggina og toga manninn niður. Þeir höfðu fundið morðingjann.

Hann var fluttur á lögreglustöðina þar sem hann játaði að hafa myrt Peters og sagði sögu sína.

Theodore Coneys.

Hann hét Theodore Coneys. Hann fæddist á níunda áratug nítjándu aldar í Illinois en kom til Denver 1910 og settist þar að. Hann glímdi við heilsuleysi í æsku og það hélt áfram að hrjá hann á fullorðinsaldri. Vegna heilsufarsins og hugsanlega vegna áhrifa kreppunnar miklu, átti hann erfitt með halda í þau störf sem hann fékk. Hann átti oft erfitt með að finna sér annan samastað en sund og dyragættir víða um borgina.

Á einhverjum tímapunkti kynntust Peters og Coneys í gítarklúbbnum. Kvöld eitt fór Coneys heim til Peters í von um að geta beðið hjónin um pening og kannski eitthvað að borða. En hjónin voru ekki heima því Helen var á sjúkrahúsinu og Peters var hjá henni. Coneys ákvað því að brjótast inn til að stela mat. Nokkrum dögum síðar gerði hann það aftur en þá kom Peters að honum.

Coneys sagði að ákvörðunin um að berja Peters hafi verið tekin á sekúndubroti. Eftir að hafa drepið hann leitaði hann skjóls uppi á lofti og hafðist þar við fram í júlí.

Lögreglan sendi minnsta lögreglumanninn upp á loft til að kanna aðstæður í því litla rými sem Coneys hafði hafst við í. Coneys hafði gætt þess að safna saur og þvagi í ílát og hafði ekki farið í bað á meðan hann dvaldi uppi á lofti. Óþefurinn af þessu varð til þess að lögreglumaðurinn kastaði upp.

Eftir að lögreglumaðurinn, sem hét Fred Zarnow, hafði jafnað sig sagði hann: „Maður þarf að vera könguló til að geta verið lengi þarna uppi“. Dagblöðin fréttu af þessum ummælum hans og skýrðu frá því og þannig varð viðurnefnið „The Denver Spider Man“ til.

Coneys var dæmdur í ævilangt fangelsi í október 1942. Hann lést í fangelsinu 1967, 84 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar