„Nóg er nóg“, „karma er ekki með neinn matseðil“, „svik, ófyrirsjáanlegt, óhjákvæmilegt“ og „kjöt er morð“ hafði verið skrifað á húsveggina utanverða. Lögreglan er að rannsaka hvort textinn tengist morðunum.
34 ára karlmaður var handtekinn á lestarstöð, um 6 km frá morðvettvanginum, á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags.
Lögreglan segist telja að Athena og Andrew hafi þekkt morðingjann. Þau höfðu verið par í nokkur ár.
Patty Dilveridis, frænka Athena, sagði Brisbane Times að Athena hafi verið full tilhlökkunar yfir að eiga von á barni því hún hafi verið orðin 39 ára og hafi talið að hún myndi ekki eignast barn.