fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Pressan

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Pressan
Fimmtudaginn 14. ágúst 2025 07:30

Athena og Andrew og hluti af veggjakrotinu á húsinu. Mynd:News7

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athena Georgopoulos, 39 ára, fannst látin á heimili sínu í Melbourne í Ástralíu á mánudagskvöld eftir að lögreglunni var tilkynnt að öskur bærust frá húsinu. Athena var barnshafandi og er talið að hún hafi verið gengin fimm mánuði. Maki hennar, hinn fimmtugi Andrew Gunn, fannst einnig látinn. Höfuð hans hafði verið skorið af búknum og fest á staur.

„Nóg er nóg“, „karma er ekki með neinn matseðil“, „svik, ófyrirsjáanlegt, óhjákvæmilegt“ og „kjöt er morð“ hafði verið skrifað á húsveggina utanverða. Lögreglan er að rannsaka hvort textinn tengist morðunum.

34 ára karlmaður var handtekinn á lestarstöð, um 6 km frá morðvettvanginum, á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags.

Lögreglan segist telja að Athena og Andrew hafi þekkt morðingjann. Þau höfðu verið par í nokkur ár.

Patty Dilveridis, frænka Athena, sagði Brisbane Times að Athena hafi verið full tilhlökkunar yfir að eiga von á barni því hún hafi verið orðin 39 ára og hafi talið að hún myndi ekki eignast barn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn