Því fékk sextugur Bandaríkjamaður að kenna á þegar hann leitaði sér ráða hjá ChatGPT.
Maðurinn hafði lesið um neikvæð áhrif natrínklóríðs, sem er bara venjulegt borðsalt, á heilsuna. Hann ákvað því að leita ráða hjá ChatGPT um hvernig hann gæti forðast að neyta salts.
Forritið sagði honum að hann gæti tekið natríumbrómíð í þrjá mánuði en tók ekkert fram um þá heilsufarsáhættu sem því fylgir.
Maðurinn ákvað að fylgja þessu ráði og lá leiðin bara beint niður á við í kjölfarið því hann þróaði með sér brómeitrun. Þessi sjúkdómur var vel þekktur í byrjun tuttugustu aldarinnar og segir The Guardian að talið sé að hann hafi átt hlut að máli varðandi innlögn næstum því tíunda hvers sjúklings á geðdeild á þeim tíma.
Sjúkdómnum fylgja bæði lífeðlisfræðileg og taugasálfræðileg einkenni. Í tilfelli mannsins voru það ofsóknaræði og ofskynjanir.
Hann var að lokum lagður inn á geðdeild.
Fjallað er um málið í vísindaritinu Annals of Internal Medicine og benda höfundar greinarinnar á að málið sé dæmi um hvernig gervigreind geti látið frá sér ónákvæmar upplýsingar og kynt undir dreifingu rangra upplýsinga.