The Independent skýrir frá þessu og segir að sex manns hafi verið handtekin, þar á meðal höfuðpaurinn Rajesh Mishra.
Lögreglan lagði hald á um 150 kg af töflum í lausu, 20 kg af hylkjum og mörg þúsund falsaðar töflur sem voru merktar þekktum lyfjaframleiðendum.
Tvær „lyfjaverksmiðjur“ svikaranna fundust, önnur í Haryana og hin í Himachal Pradesh.
Lögreglan segir að hópurinn hafi starfrækt víðfeðmt net í mörgum ríkjum Indlands. Notaðist hann við dulkóðuð samskiptaöpp og vafasama bankareikninga við starfsemina.
Samfélagsmiðlar voru notaðir til að komast í samband við nýja birgja og viðskiptavini.
Mishra starfaði áður í lyfjaiðnaðinum og falsaði umbúðir utan um lyfin til að láta þau líta út fyrir að vera ósvikin.