fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Pressan

Fundu mikið magn falsaðra lyfja sem voru merkt þekktum lyfjaframleiðendum

Pressan
Fimmtudaginn 14. ágúst 2025 06:30

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Indlandi réðst nýlega til atlögu við hóp fólks sem seldi fölsuð lyf undir vörumerkjaheitum þekktra lyfjaframleiðenda á borð við Johnson & Johnson og GlaxoSmithKline.

The Independent skýrir frá þessu og segir að sex manns hafi verið handtekin, þar á meðal höfuðpaurinn Rajesh Mishra.

Lögreglan lagði hald á um 150 kg af töflum í lausu, 20 kg af hylkjum og mörg þúsund falsaðar töflur sem voru merktar þekktum lyfjaframleiðendum.

Tvær „lyfjaverksmiðjur“ svikaranna fundust, önnur í Haryana og hin í Himachal Pradesh.

Lögreglan segir að hópurinn hafi starfrækt víðfeðmt net í mörgum ríkjum Indlands. Notaðist hann við dulkóðuð samskiptaöpp og vafasama bankareikninga við starfsemina.

Samfélagsmiðlar voru notaðir til að komast í samband við nýja birgja og viðskiptavini.

Mishra starfaði áður í lyfjaiðnaðinum og falsaði umbúðir utan um lyfin til að láta þau líta út fyrir að vera ósvikin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn