fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Pressan

„Frankenstein“ kanínur breiðast út í Bandaríkjunum

Pressan
Fimmtudaginn 14. ágúst 2025 03:17

Þær líta nú undarlega út. Mynd:Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær líta eiginlega út eins og þær hafi komið beint út úr sveppahryllingsþáttaröðinni „The Last of Us“. Þetta eru stökkbreyttar kanínur og hafa að undanförnu sést í Fort Collins í Colorado í Bandaríkjunum.

Kanínur eru ekkert nýmæli í Fort Collins en stökkbreyttar kanínur eru alveg nýtt fyrirbrigði þar í bæ. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, þá eru kanínurnar með einhverskonar fálmara sem standa út frá höfði þeirra og líkama.

Susan Manfield, íbúi í bænum, sagði í samtali við KOSA sjónvarpsstöðina að þetta sé annað árið sem stökkbreyttar kanínur séu í bænum. Hún hafi haldið að þær myndu deyja síðasta vetur en það hafi þær ekki gert.

Þetta getur ekki verið þægilegt fyrir þær. Mynd:Reddit

Fyrstu fréttir af þessum stökkbreyttu kanínum bárust á síðasta ári þegar myndir af þeim voru birtar á Reddit.

Ástæðan fyrir þessu undarlega útliti kanínanna er að þær eru smitaðar af veiru sem nefnist cottontail rabbit papilloma. Hún getur ekki borist í fólk en berst með moskítóflugum og mítlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“