fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Pressan

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Pressan
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 07:00

Ethan Gou. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski áhrifavaldurinn Ethan Guo situr nú fastur á Suðurskautslandinu en þar lenti hann flugvél sinni í heimildarleysi. Hann stefndi á að verða yngsta manneskjan til að fljúga ein síns liðs yfir allar heimsálfurnar sjö.

The Independent skýrir frá þessu og segir að Guo hafi lagt af stað í ferðina og hafi safnað áheitum fyrir krabbameinsrannsóknir. En ferðin endaði ekki eins og hann stefndi að og hann hefur setið fastur á afskekktum stað á Suðurskautinu síðan í júní.

Guo lenti í heimildarleysi á svæði Chile á Suðurskautinu eftir að hafa logið til um flugáætlun sína. Stendur rannsókn yfir á þeim hluta málsins.

Saksóknarar segja að hann hafi fengið heimild til að fljúga yfir Punta Arenas en hafi haldið áfram í suður og stefnt á Suðurskautið í Cessna 182Q flugvél sinni en þetta er lítil eins hreyfils vél.

Í lok júní var Guo ákærður fyrir að hafa logið til um flugáætlun sína og fyrir að hafa lent án heimildar. Fallið var frá ákærunni á mánudaginn eftir að saksóknari gerði samkomulag við lögmenn hans gegn því að Guo gefi 30.000 dollara til sjóðs sem styrkir rannsóknir á krabbameini í börnum. Hann þarf að inna greiðsluna af hendi innan 30 daga til að komast hjá því að verða dreginn fyrir dóm.

Hann þarf einnig að yfirgefa Suðurskautið um leið og veður leyfir og má ekki koma til Chile eða yfirráðasvæða Chile næstu þrjú árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Í gær

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála
Pressan
Í gær

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs
Pressan
Fyrir 2 dögum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann