fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Pressan

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Pressan
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 20:00

Rebekah Baptiste. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfilegt mál skekur íbúa í Arizona, en þann 27. júlí síðastliðinn fannst 10 ára stúlka meðvitundarlaus og með mikla áverka á þjóðveginum í Holbrook, í norðurhluta Arizona. Eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang var stúlkan flutt á barnaspítala í Phoenix og þar lést hún þann 30. júlí.

Stúlkan hét Rebekah Baptiste. Í vitnaleiðslum í máli gegn föður stúlkunnar og kærustu hans lýsti saksóknari hryllilegu og langvarandi ofbeldi sem þau eru sökuð um að hafa beitt hana. Á líkama hennar voru margir áverkar, það vantaði á hana táneglur og hún var vannærð. Það hafði blætt inn á heila hennar og var hún úrskurðuð heiladauð áður en hjartað hætti að slá.

Hjálparbeiðnum stúlkunnar var ekki sinnt af þar til bærum yfirvöldum, til dæmis grátbað hún um að þurfa ekki að fara heim úr skólanum. Forsvarsmenn skólans segjast hafa tilkynnt um aðstæður hennar til barnaverndaryfirvalda (Arizona’s Department of Child Safety) alls 12 sinnum á tímabilinu milli nóvember 2023 og janúar á þessu ári. Barnavernd segir hins vegar að tilvikin hafi verið miklu færri eða fimm. Í fjórum tilvikum hafi ekki verið hægt að rannsaka ásakanir um ofbeldi gegn stúlkunni vegna þess að þeim hafi verið ábótavant og þær hafi ekki uppfyllt lagaleg skilyrði hvað varðar misþymingar og vanrækslu.

En áverkarnir á líkama Rebekku og frásagnir nágranna segja allt aðra sögu. Skólastjórinn í skólanum sem hún sótti skilur ekki hvers vegna barnavernd hefur yfirsést mörg símtöl frá skólanum í tilkynningasíma stofnunarinnar, þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum af aðstæðum barnsins.

Alicia Woods og Richard Baptiste voru handtekin vegna andláts stúlkunnar. – Mynd: Lögreglan í Apache-sýslu.

Skildi eftir hjartnæm skilaboð

Fyrrverandi nágrannar Rebekku og ástvinir lýsa henni þannig að hún hafi verið hvers manns hugljúfi, falleg að innan sem utan og umhyggjusöm í garð annarra barna. Nágrannar höfðu miklar áhyggjur af ástandi hennar og ekki minnkuðu áhyggjurnar þegar hún flutti burtu úr hverfinu með föður sínum og kærustu hans og fór að búa með þeim í tjaldi í sveitahéruðum Apache sýslu.

Hún skildi eftir hjartnæm skilaboð til vinkonu sinnar, handskrifuð á bleikan pappír, þegar hún flutti burtu úr íbúðahverfinu: „Kæra Ellie, þú ert besta vinkona sem ég hef nokkurn tíma átt. Ég mun sakna þín þegar ég verð farin. Frá Rebekku [hjarta].“

Faðir stúlkunnar, Richard Baptiste, og kærasta hans, Alicia Woods, eiga yfir höfði sér morðákæru í málinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar