Ástæðan fyrir fækkun karlmanna á herskyldualdri er að fæðingartíðnin í landinu er lág en hver kona eignast að meðaltali 0,75 börn og það er auðvitað ávísun á fólksfækkun.
Að mati varnarmálaráðuneytisins þurfa 500.000 hermenn að vera undir vopnum til að tryggja nauðsynlegar varnir landsins gegn norðurkóreska hernum en talið er að 1,3 milljónir manna séu í norðurkóreska hernum.
Herskylda er í Suður-Kóreu en landið á formlega séð enn í stríði við Norður-Kóreu.