The Independent skýrir frá þessu og segir að trúarlögreglan hafi brotið sér leið inn á almenningssalerni og komið að mönnunum að kyssast.
Réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum og var dómur kveðinn upp á mánudaginn.
Mennirnir, sem eru 20 og 21 árs. Þeir voru handteknir í Taman Sari almenningsgarðinum í apríl. Fólk sá mennina fara saman inn á salerni og lét trúarlögregluna vita af því en hún var við eftirlit á svæðinu.
Lögreglumenn brutu sér leið inn á salernið og komu að mönnunum í faðmlögum og að kyssast.
Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir hefðu verið staðnir að kynferðislegri athöfn.