fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Pressan

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Pressan
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 18:30

Frá hýðingu í Indónesíu fyrir nokkrum árum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sharíadómstóll í Aceh í Indónesíu hefur dæmt tvo menn til að vera hýddir 80 vandarhöggum á almannafæri. Er þeim gerð þessi refsing fyrir að hafa kysst hvorn annan.

The Independent skýrir frá þessu og segir að trúarlögreglan hafi brotið sér leið inn á almenningssalerni og komið að mönnunum að kyssast.

Réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum og var dómur kveðinn upp á mánudaginn.

Mennirnir, sem eru 20 og 21 árs. Þeir voru handteknir í Taman Sari almenningsgarðinum í apríl. Fólk sá mennina fara saman inn á salerni og lét trúarlögregluna vita af því en hún var við eftirlit á svæðinu.

Lögreglumenn brutu sér leið inn á salernið og komu að mönnunum í faðmlögum og að kyssast.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir hefðu verið staðnir að kynferðislegri athöfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur
Pressan
Í gær

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar